Hvað gerum við?

Viðfangsefni okkar síðustu fjóra áratugi, hafa verið mjög fjölbreytt. Sérsmíði fyrir stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga hefur verið stór þáttur í framleiðslu okkar.


Meðal verkefna má nefna smíði fyrir Ráðhús Reykjavíkur, Þjóðarbókhlöðuna, Hæstarétt, nýsmíði á Bessastöðum og Alþingi.


Einnig höfum við smíðað afgreiðslur í bankastofnanir, kirkjubekki og aðra innviði í kirkjur, húsbúnað og húsgögn.


Þá höfum við framleitt staðlaðar innréttingar í rannsóknarstofur og heilbrigðisstofnanir.


Myndir af ýmsum verkum okkar má sjá í myndaalbúmi.

Grein ehf.